Einfalt deig með hrærivél

Þegar við tölum um Napolitana pizzu þá erum við að tala um pizzur sem eru bakaðar við 450°-500°C hita. Við þennan hita þurfa pizzurnar mun styttri tíma og þarf því ekki olíu í deigið til að halda mýkt í pizzunni. Alvöru napolitana pizza inniheldur því einungis 4 hráefni. Vatn, hveiti, salt og ger.
- Typo 00 hveiti – 600 gr
- Vatn 390 ml
- Salt 14 gr
- Pressuger 2 gr / Þurrger 1 gr
Þessi uppskrift gerir 4 deig, 250gr hvert.
Betra er ef vatnið er við stofuhita. Byrjið á að blanda vatninu og saltinu saman, hrærið með hendinni. Leysið svo gerið upp í blöndunni. Vatnsblöndunni skellir þú svo í hrærivélina ásamt hveitinu og leyfir henni að hnoða á lægsta hraða í 5 mínútur. Hvílír deigið í 5 mínútur og hnoðar svo aftur í 5 mínútur.
Þá er deigið tilbúið og fínt að gefa því 5-10 mínútur í að jafna sig aðeins áður en þú kúlar það. Á þessu stigi er svo hægt að leyfa því að hefast við stofuhita í 8-12 klst en til að fá meira bragð í deigið mælum við með að gefa því allt að einn sólarhring í kæli og svo 6-10 klst við stofuhita.